Innlent

Þynnkumáltíð fyrir meistara

BBI skrifar
Gestir hátíðarinnar mega hesthúsa allt það beikon sem þeir mögulega geta.
Gestir hátíðarinnar mega hesthúsa allt það beikon sem þeir mögulega geta.
Þeir sem sváfu yfir sig í morgun hafa enn möguleika á að næla sér í þynnkumáltíð sem þeir munu aldrei gleyma því Beikonhátíðin á Skólavörðustígnum í dag stendur til fimm.

Þar koma saman fjölmargir listakokkar til að láta beikon smakkast enn betur en venjulega. Beikonið verður borið fram á framúrstefnulegan hátt, m.a. í vöfflum, í kartöflumús og jafnvel með sushi. Síðast en ekki síst verður það steikt á venjulegan máta upp úr olíu eins og sést hér á myndinni.

Raðirnar ná langt niðureftir Skólavörðustígnum.
Beikonhátíðin er haldin í annað sinn við götuna í dag. Gert er ráð fyrir að um 400 kíló af beikoni fari ofan í gesti hátíðarinnar. Eins og stendur eru gríðarlegar biðraðir á Skólavörðustígnum eins og sést á myndunum hér að neðan. Allir beikonunnendur landsins virðast hafa hlaupið til til að næla sér í bita. Á svæðinu eru um 500 manns eins og stendur.






Tengdar fréttir

Beikonhátíð gengur í garð

Alþjóðlega beikonhátíðin verður haldin á Skólavörðustíg í Reykjavík á morgun. Beikonís er á meðal þess sem verður í boði í miðbænum. Skipuleggjendur hátíðarinnar segja að beikonið sé sannarlega ekkert án fólksins og að fleskið sé í raun lífstíll.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×