Erlent

Stærsta flugeldi heims skotið á loft - Myndband

Samúel Karl Ólason skrifar
Flugeldur sem vóg 464,826 kíló var skotið á loft yfir eyjunni Honshu í Japan á dögunum. Þvermál flugeldsins var 120 sentímetrar og nota þurfti fallbyssu til að koma honum á loft.

Heimsmetabók Guinness hefur skráð flugeldinn sem þann stærsta í heiminum. Þvermál ljósasýningarinnar sem varð við sprengingu flugeldsins var 800 metrar í þvermál.

Hér að neðan má sjá myndband frá flugeldasýningu í borginni Konosu í Japan. Ef ekki er vilji til að horfa á alla sýninguna er flugeldinum stóra skotið á loft þegar um þrjár mínútur og ellefu sekúndur eru búnar af myndbandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×