Innlent

Þykkan mökk lagði frá gosstöðvunum í morgun - myndir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þykkan gosmökk lagði frá gosstöðvunum. Mynd/ Baldur Hrafnkell.
Þykkan gosmökk lagði frá gosstöðvunum. Mynd/ Baldur Hrafnkell.
Gosóróinn í Eyjafjallajökli virðist hafa náð hámarki um 7-8 í morgun en aðeins hefur dregið úr honum síðan, samkvæmt upplýsingum frá jarðskjálftasérfræðingi á Veðurstofunni.

Hvöss austanátt er nú á landinu og mökkurinn úr gosinu berst í vesturátt og norðvesturs, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu. Líklegt má þykja að það verði þannig fram eftir degi.

Á meðfylgjandi myndum, sem þeir Baldur Hrafnkell Jónsson og Sigurjón Ólason myndatökumenn tóku, sést hvernig gosmökkurinn barst langar leiðir í morgun.


Tengdar fréttir

Þrír flugvellir lokaðir vegna gossins

Keflavíkurflugvelli, Reykjavíkurflugvelli og Akureyrarflugvelli hefur verið lokað þar til ítarlegri upplýsingar um gosið í Eyjafjallajökli liggja fyrir. Þetta er gert samkvæmt viðbúnaðaráætlun Flugstoða.

Fleiri skjálftar undir Eyjafjallajökli

Mun meiri skjálftavirkni var undir Eyjafjallajökli í nótt en í fyrrinótt. Þar hafa mælst 30 til 40 skjálftar á klukkustund og var sá snarpasti 2,6 á Richter. Flestir voru þó um og innan við tveir á Richter.

Enn skelfur í Eyjafjallajökli

Enn skelfur undir Eyjafjallajökli en skjálftarnir eru ekki stórir. Þar hafa mælst 30 til 40 skjálftar á klukkustund og var sá snarpasti 2,4 á Richter. Flestir voru þó um og innan við tveir á Richter. Upptök skjálftanna eru á stærra svæði en áður.

Gosið virðist byrja rólega

Gosið í Eyjafjallajökli sést hvorki á radar né mjög glöggt á jarðskjálftamælum, segir Steinunn Jakobsdóttir, jarðskjálftafræðingur á Veðurstofunni.

Óvissustigi ekki aflétt

Þónokkur jarðskjálftavirkni er enn undir Eyjafjallajökli en allir skjálftarnir hafa verið vel innan við tvo á Richter. Óvissustigi hefur ekki verið aflétt.

Gosbjarmi frá Eyjafjallajökli og öskufall í byggð

Eldgos hófst í austan verðum Eyjafjallajökli upp úr klukkan tólf í nótt. Almannavarnir hafa lýst yfir neyðarstigi og brottflutningur er hafinn á fólki í nágrenni gostöðvanna. Víðir Reynisson aðgerðarstjóri hjá Almannavörnum

Dómsmálaráðherra upplýstur um gang mála

Dómsmálaráðherra, Ragna Árnadóttir, hefur verið látin vita af gangi mála í Eyjafjallajökli, segir Víðir Reynisson, yfirmaður almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra.

Enn skelfur undir Eyjafjallajökli

Enn urðu nokkrir jarðskjálftar undir Eyjafjallajökli í nótt en þeir mældust allir undir þremur á Richter. Upptökin voru sem fyrr á miklu dýpi þannig að ekki verður vart breytinga til hins verra á því sviði. Hrinan í nótt var mun kraftminni en hrinurnar í fyrrinótt og nóttina þar á undan.

Fólki safnað saman undir Eyjafjallajökli

Undir Eyjafjallajökli er verið að safna íbúum saman og skrá þá. Fólki er síðan beint að Vík í Mýrdal. Þar verður fólkið á meðan að óljóst er um gang mála, segir Jón Ársæll Þórðarson fréttamaður sem staddur er í Drangshlíð.

Gríðarlegan gosmökk leggur frá gosstöðvunum

Gríðanlegan gosmökk leggur frá gösstöðvunum í Eyjafjallajökli, segir Kristján Már Unnarsson fréttamaður sem staddur er i grunnskólanum á Hvolsvelli og fylgist með því sem þar fer fram. Hann segir að ekki sjáist til gosstöðvanna frá Hvolsvelli vegna gosmakkarins. Hvasst er á Hvolsvelli og virðist áttin vera þannig að mökkinn leggi að Hvolsvelli. Þyrla flaug yfir svæðið fyrir fáeinum mínútum en gat heldur ekki séð neitt til gosstöðvanna vegna gosmakkarins.

Áfram fylgst með skjálftavirkni

Skjálftavirkni undir Eyjafjallajökli var heldur meiri í nótt en í fyrrinótt, en þó mun minni en um síðustu helgi. Engin snarpur skjálfti hefur orðið þar síðan skjálfti upp á rúmleg þrjá á Richter varð undir jöklinum síðdegis í gær. Almannavarnir fylgjast enn grannt með svæðinu.

Tveir skjálftar yfir þremur stigum undir Eyjafjallajökli

Enn skelfur jörð undir Eyjafjallajökli og í dag rétt fyrir klukkan fjögur riðu yfir tveir skjálftar sem mældust yfir 3 stig. Annar þeirra átti upptök sín á 1,1 kílómetra dýpi og hinn á 2,5 kílómetra dýpi. Þessir skjálftar eru nokkuð stærri en flestir sem riðið hafa yfir í skjálftahrinunni undanfarna daga.

Gos hafið í Eyjafjallajökli

Gos er hafið í Eyjafjallajökli. Þetta staðfesti lögreglan á Selfossi við Vísi. Lögreglan segir að menn hafi orðið varir við öskufall í jöklinum um korter yfir tólf.

Fóru í leyfisleysi á Fimmvörðuháls og festu sig

Tveir vísindamenn sem fóru í leyfisleysi upp á Fimmvörðuháls til að virða fyrir sér gosið festust þar á bíl sínum í nótt. Tveir menn frá björgunarsveitinni Víkverja í Vík gerðu sér far upp á Fimmvörðuháls til þess að hjálpa þeim og samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli eru þeir á leið niður. Lögreglan segir það mjög ámælisvert af mönnunum að fara þessa leið við þær aðstæður sem nú eru uppi.

Ummerki gossins sjást núna langar leiðir

Það kemur á óvart hvað eldurinn frá Eyjafjallajökli sést langar leiðir, segir Kristján Már Unnarsson, á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Hann er nú á leið að jöklinum og segist hafa séð merki gossins alveg frá því að hann var undir Ingólfsfjalli.

Gosið ekki í ís

Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að bjarminn sem kemur frá gosinu bendi til þess að þarna komi glóandi kvika. Gosið komi ekki upp í ís því þá væri gjóskufjallið meira.

Bændum heimilt að fara inn á lokuð svæði í birtingu

Bændum heimilt að fara inn á lokuð svæði undir Eyjafjallajökli í birtingu til þess að sinna búpeningi í birtingu. Bændur óttuðust mjög í nótt um að búfé stafaði ógn af öskufalli frá gosinu.

Rólegra undir Eyjafjallajökli í dag

Rólegra hefur verið undir Eyjafjallajökli í dag en undanfarna daga. Skjálftarnir mældust allt upp í 1400 á sólarhring fyrr í vikunni á mælum hjá

Gosið sést frá Vestmannaeyjum

Lögreglan í Vestmannaeyjum segist sjá smá bjarma í vestanverðum Eyjafjallajökli. Bjarminn sé kki mikill og sjáist ekki vel. Lögreglan segir að mikið að fólki í Vestmannaeyjum sé úti í Hrauni að fylgjast með. Lögreglan segir að fólki í Vestmanneyjum sé nokkuð brugðið enda muna Eyjamenn gosið í Heimakletti 1973.

Flugbann yfir eldstöðvunum

Þremur flugvélum Icelandair sem voru á leið frá Seatle, Orlando og New York í Bandaríkjunum, var snúið frá því að koma til íslands vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Flugvélunum frá Seattle og og Orlando var snúið til Boston en flugvélinni frá New York var snúið til Glasgow í Skotlandi.

Aukafréttatími á Stöð 2 í hádeginu á morgun

Stöð 2 verður með aukafréttatíma í hádeginu á morgun. Þar verða sýndar myndir af gosinu, myndir sem teknar voru í Hvolsskóla í nótt, myndir úr samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð og ítarlega verður gert grein fyrir stöðu mála.

Minni skjálftavirkni

Skjálftavirkni var enn undir Eyjafjallajökli í nótt, en þó mun minni en þegar mest var. Engin skjálfti mældist heldur yfir þremur á Richter og upptökin voru á miklu dýpi sem fyrr.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×