Erlent

Þúsundir tonna af kjöti á lager

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Norðmenn eru hvattir til að borða meira lambakjöt.
Norðmenn eru hvattir til að borða meira lambakjöt. vísir/stefán
Yfir 3.000 tonn af frystu lamba- og kindakjöti eru nú á lager í Noregi. Birgðirnar eru tvöfalt meiri en í fyrra og útlit er fyrir að þær aukist um 1.000 tonn í ár að því er segir í frétt norska ríkisútvarpsins.

Árið 2014 var skortur á lambakjöti í Noregi og var þá hafinn innflutningur. Bændur fengu styrki til að byggja stærri fjárhús. Framleiðslan var aukin um 2.000 tonn en neyslan jókst ekki í takti við það. Útflutningur á kjötinu er sagður afar lítill. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×