Handbolti

Þúsundir tóku á móti króatíska liðinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stemningin í Zagreb í dag var glæsileg.
Stemningin í Zagreb í dag var glæsileg. vísir/twitter
Króatíska þjóðin var stolt af sínu liði sem vann brons á EM í gær og tók á móti þeim með stæl í dag.

Þúsundir manna voru mættir niður í miðbæ Zagreb í dag til þess að taka á móti liðinu og hrósa þeim fyrir frammistöðuna á mótinu.

Króatíu mætti með nokkuð breytt lið til leiks á EM og árangur liðsins fór fram úr væntingum margra í Króatíu. Þó svo Króatar séu vanir því að fagna sigrum á stórmótum þá var þjóðin greinilega hæstánægð með bronsið að þessu sinni.

Á móttökuathöfninni í dag voru haldnar ræður og svo tóku þekktir króatískir tónlistarmenn lagið við mikla hrifningu fólksins sem líklega þurfti ekkert að vinna í dag.

Hér að neðan má sjá er króatíska liðið lagði af stað með rútu niður í miðbæ. Fólk var alls staðar að fagna þeim.

Sjónvarpað var frá herlegheitunum.

Tengdar fréttir

Sagosen spilaði handleggsbrotinn

Félag Norðmannsins Sander Sagosen, Álaborg, er brjálað út í norska handknattleikssambandið þar sem Sagosen spilaði bronsleikinn gegn Króatíu handleggsbrotinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×