FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR NÝJAST 19:29

Geir: Var á leiđ ađ borđinu ađ taka leikhlé

SPORT

Ţúsundir tóku á móti króatíska liđinu

 
Handbolti
15:00 01. FEBRÚAR 2016
Stemningin í Zagreb í dag var glćsileg.
Stemningin í Zagreb í dag var glćsileg. VÍSIR/TWITTER

Króatíska þjóðin var stolt af sínu liði sem vann brons á EM í gær og tók á móti þeim með stæl í dag.

Þúsundir manna voru mættir niður í miðbæ Zagreb í dag til þess að taka á móti liðinu og hrósa þeim fyrir frammistöðuna á mótinu.

Króatíu mætti með nokkuð breytt lið til leiks á EM og árangur liðsins fór fram úr væntingum margra í Króatíu. Þó svo Króatar séu vanir því að fagna sigrum á stórmótum þá var þjóðin greinilega hæstánægð með bronsið að þessu sinni.

Á móttökuathöfninni í dag voru haldnar ræður og svo tóku þekktir króatískir tónlistarmenn lagið við mikla hrifningu fólksins sem líklega þurfti ekkert að vinna í dag.

Hér að neðan má sjá er króatíska liðið lagði af stað með rútu niður í miðbæ. Fólk var alls staðar að fagna þeim.


Sjónvarpađ var frá herlegheitunum.
Sjónvarpađ var frá herlegheitunum.Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Ţúsundir tóku á móti króatíska liđinu
Fara efst