Fótbolti

Þúsundir syrgðu hetjurnar í Chapeco

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Þúsundir komu saman í dómkirkjunni í Chapeco og enn fleiri á heimavelli Chapecoense til að syrgja þá sem létu lífið í flugslysinu í Kólumbíu í fyrradag.

71 fórst í flugslysinu, þar af nítján meðlimir knattspyrnufélagsins Chapecoense, en félagið var á leið til Medellin í Kólumbíu til að spila til úrslita í Suður-Ameríkubikarkeppni félagsliða, Copa Sudamericana.

Um 200 þúsund manns búa í Chapeco og eins og er mikil sorg í borginni, rétt eins og í allri Brasilíu.

Chape, eins og félagið er kallað daglega, lék í fjórðu efstu deild Brasilíu árið 2009 og hefur uppgangur þess því verið mikill. Liðið vann sér sæti í efstu deild árið 2014 og þá í fyrsta sinn síðan á áttunda áratug síðustu aldar.

Myndir frá minningarstundinni á heimavelli félagsins má sjá hér fyrir ofan en fyrir neðan má sjá myndband sem birtist á Facebook-síðu félagsins í gær.

Aðeins sex komust lífs af í slysinu. Þrír leikmenn, tveir starfsmenn flugfélagsins og einn blaðamaður frá Brasilíu en alls voru 20 fjölmiðlamenn með í för.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×