Erlent

Þúsundir óttuðust um líf Sinead O´Connor

Samúel Karl Ólason skrifar
O´Connor hefur lengi átt við geðræn vandamál að stríða og hefur hún margsinnis rætt þau opinberlega.
O´Connor hefur lengi átt við geðræn vandamál að stríða og hefur hún margsinnis rætt þau opinberlega. Vísir/AFP

Þúsundir óttuðust um líf söngkonunnar Sinead O´Connor í dag. Pistill var birtur á Facebook síðu hennar sem virtist vera sjálfsmorðsbréf. Þar sagði hún að hún hefði tekið of stóran skammt og væri á hóteli undir dulnefni.

Lögreglan segir að söngkonan hafi fundist heil á húfi og að læknar hafi sinnt henni.

O´Connor hefur lengi átt við geðræn vandamál að stríða og hefur hún margsinnis rætt þau opinberlega. Samkvæmt frétt Telegraph hefur ekki verið staðfest að hún hafi í raun skrifað færsluna sjálf, en þar er fjallað um fjölskyldulíf hennar og að hún hafi ekki fengið að hitta börn sín um skeið.



Á Facebook síðu sinni hefur O´Connor birt margar færslur síðustu klukkustundir vegna þess að hún fær ekki að hitta yngsta son sinn. Þá birti hún í gær færslu þar sem hún sagðist vera að leita sér að húsnæði og vinnu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×