Erlent

Þúsundir nemenda í verkfall

Freyr Bjarnason skrifar
Um þrettán þúsund nemendur lögðu niður bækur sínar til að mótmæla ákvörðun kínverskra stjórnvalda.
Um þrettán þúsund nemendur lögðu niður bækur sínar til að mótmæla ákvörðun kínverskra stjórnvalda. Fréttablaðið/AP
Þúsundir mennta- og háskólanema lögðu niður námsbækur sínar og hófu vikulangt verkfall til að mótmæla kínverskum stjórnvöldum.

Þau hafa ákveðið að leyfa ekki að frambjóðendur verði tilnefndir fyrir opnum tjöldum til æðsta embættis í Hong Kong. Það verður sett á laggirnar eftir tvö ár og felur í sér framkvæmdastjórn yfir borginni. Kínverjar vilja að frambjóðendurnir verði valdir af dómnefnd en sautján ár eru liðin síðan Kínverjar tóku við stjórninni í Hong Kong, sem áður var bresk nýlenda.

Nemendurnir fóru í verkfall á sama tíma og tugir viðskiptajöfra frá Hong Kong heimsóttu stjórnvöld í Peking til viðræðna við kommúnistaleiðtoga Kína. „Þetta nemendaverkfall mun koma af stað lýðræðislegri vakningu,“ sagði Alex Chof, formaður nemendafélags stúdenta í Hong Kong, við um þrettán þúsund nemendur frá 24 skólum fyrir utan Kínverska háskólann í borginni.

„Við viljum engar sjónhverfingar frá stjórnvöldum lengur heldur ætlum við að trúa á okkur sjálf. Við erum tilbúin til að gjalda fyrir lýðræðið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×