Erlent

Þúsundir mótmæla í höfuðborg Túnis

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Mótmælendurnir gengu fylktu liði í átt að Bardo-safninu þar sem Francois Hollande og aðrir þjóðarleiðtogar voru komnir saman til minningarathafnar.
Mótmælendurnir gengu fylktu liði í átt að Bardo-safninu þar sem Francois Hollande og aðrir þjóðarleiðtogar voru komnir saman til minningarathafnar. Vísir/Getty
Þúsundir komu saman í höfuðborg Túnis í dag til að mótmæla hryðjuverkum en fyrr í þessum mánuði var gerð hryðjuverkaárás á Bardo-safnið í borginni með þeim afleiðingum að 22 létust.

Mótmælendurnir gengu fylktu liði í átt að safninu þar sem Francois Hollande og aðrir þjóðarleiðtogar voru komnir saman til minningarathafnar.

Fyrr í dag greindu yfirvöld í Túnis frá því að einn af þeim sem grunaðir eru um árásina hafi verið skotinn til bana.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×