Erlent

Þúsundir mótmæla Brexit í Lundúnum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Mótmælendur segja að kosningabarátta Brexit-sinna hafi verið villandi.
Mótmælendur segja að kosningabarátta Brexit-sinna hafi verið villandi. Vísir/EPA
Þúsundir taka nú þátt í kröfugöngu í Lundunúm til höfuðs niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.

Kröfugangan er haldin undir yfirskriftinni „Göngum fyrir Evrópu“ og má sjá þáttakendur halda á skiltum þar sem á stendur „Bremain“ (Bráfram).

Mark Thomas, einn þeirra sem tekur þátt sagði í viðtali við fréttastofu BBC, að kosningabaráttan hefði ekki verið sanngjörn og að þeir sem hafi viljað yfirgefa Evrópusambandið hafi beitt villandi uppplýsingum.

Afar mjótt var á munum í þjóðaratkvæðagreiðslunni en 52 prósent þeirra sem tóku þátt í kosningunum kusu með því að Bretland skyldi yfirgefa Evrópusambandið.

Djúpstæð stjórnmálakreppa hefur fylgt í kjölfarið og ástand efnahagsins í Bretlandi hefur versnað síðastliðna viku. Óvissuástand ríkir um framhaldið en ekkert ríki hefur áður sagt sig úr ESB.

 


Tengdar fréttir

Atburðarásin eins og í House of Cards

Michael Gove, dómsmálaráðherra og frambjóðanda til embættis formanns Íhaldsflokks Breta, var í gær líkt við undirförlu sjónvarpspersónurnar Francis Urquhart og Frank Underwood.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×