Innlent

Þúsundir kvenna í miðborg Reykjavíkur

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Kvennafrídagurinn fer fram í fjórða sinn í dag og söfnuðust þúsundir kvenna saman í miðborg Reykjavíkur eftir að hafa lagt niður störf klukkan 14:38.

Boðað var til samstöðufundar á Austurvelli af því tilefni sem Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Katrín Halldóra Sigurðardóttir stýrðu af mikill röggsemi. Kynslóðir kvenna ávörpuðu fundinn, Guðrún Ágústsdóttir einn af stofnendum Rauðsokkahreyfingarinnar, Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður BHM, Una Torfadóttir, ungur femínisti og ein af Hagaskólastelpunum, og Justyna Grosel blaðamaður.

„Það velur engin kona að vera kúguð. Það velur engin kona að fá lægri laun en karl. Ef ójafnrétti væri sjálfstætt val þá værum við ekki hér," sagði Una Torfadóttir.

Fram komu hljómsveitin Eva sem lék ljúfa tóna, Brynhildur Björnsdóttir söngkona og Aðalheiður Þorsteinsdóttir, og Ellen Kristjánsdóttir og dætur. Lóa Bergsveinsdóttir stýrði svo takti eins og það var orðað í tilkynningu frá Kvenréttindafélagi Íslands.

Baráttufundir eru einnig haldnir á Akureyri, Grundarfirði, Hellu, Höfn í Hornafirði, Neskaupstað og Þorlákshöfn. Nánari upplýsingar má nálgast á kvennafri.is.

A photo posted by Viktoría Sól (@vittosol) on

Women's rights day in Iceland #equalityforall #womenpower #closethegendergap #reykjavik #iceland

A photo posted by Sunna Gudnadottir (@sjafnardottir) on

Kjarajafnrétti strax! #kvennafrí #jöfnkjör

A photo posted by VR stéttarfélag (@vrstettarfelag) on

#kvennafrí #xs16 #ekkibarafyrirkosningar

A photo posted by Jóhanna Vigdís Gudmundsdóttir (@johannavg) on

Konur krefjast kjarajafnréttis - women demanding equal pay

A photo posted by Ingvi Stígsson (@ingvi_stigsson) on

#áframstelpur!

A video posted by Gudlaug (@gkdottir) on

For #genderequality and #equalpay

A video posted by Laura M (@laura.malinausk) on

Ég veit ekki með ykkur en ég nenni allavega ekki að bíða! #kvennafrí #jöfnkjör

A photo posted by ingasara92 (@ingasara92) on

Ungar konur létu sig ekki vanta.Vísir
Þéttskipað á Austurvelli.Vísir/Böddi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×