Erlent

Þúsundir gengu götur Barcelona til stuðnings flóttafólki

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Þúsundir gengu til stuðnings flóttafólki í borginni.
Þúsundir gengu til stuðnings flóttafólki í borginni. Vísir/EPA
Tugir þúsunda borgara gengu götur Barcelona í dag til þess að þrýsta á spænsk yfirvöld um að fylgja eftir eigin stefnu í málefnum flóttafólks, en hún kveður á um að þúsundum flóttamanna verði hleypt inn í landið á næstunni. Guardian greinir frá. 

Borgarstjóri Barcelona, Ada Colau, hafði kallað eftir því að borgarar myndu fylkja liði út á götur borgarinnar til þess að þrýsta á stjórnvöld um að hleypa flóttamönnum inn í landið, en ríkisstjórnin hefur dregið lappirnar í málin. Talið er að um 160 þúsund manns hafi tekið þátt í atburðinum.

Ríkisstjórnin hafði gefið út að tekið yrði á móti rúmlega 16 þúsund flóttamönnum á Spáni, frá öðrum löndum innan Evrópusambandsins en hingað til hefur einungis 1100 flóttamönnum verið hleypt inn í landið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×