Erlent

Þúsundir Finna flytja úr landi

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Starfsmaður Valio Group, finnsks fyrirtækis sem framleiðir mjólkurvörur.
Starfsmaður Valio Group, finnsks fyrirtækis sem framleiðir mjólkurvörur. Fréttablaðið/EPA
Finnum sem flytja úr landi í kjölfar efnahagsþrenginganna fjölgar stöðugt. Árið 2010 fluttu 11.905 Finnar úr landi en árið 2015 hafði brottfluttum fjölgað í 16.305. Af þeim sem fluttu úr landi 2015 fluttu rúmlega þrjú þúsund til Svíþjóðar, að því er sænska blaðið Dagens Nyheter greinir frá.

Haft er eftir Juhana Vartiainen, þingmanni eins stjórnarflokkanna í Finnlandi, að enn sé of lítið vitað um brottflutninginn. Þingmaðurinn óttast að það sé helst ungt og langskólagengið fólk sem flytur úr landi en atvinnuleysi heldur áfram að aukast í Finnlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×