Erlent

Þúsundir án skilríkja

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs. Ríkisstjórn hennar íhugar rafrænt eftirlit með hælisleitendum.
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs. Ríkisstjórn hennar íhugar rafrænt eftirlit með hælisleitendum. vísir/epa
Níutíu starfsmenn í útlendingadeild norsku lögreglunnar eru í fullri vinnu við að kanna ríkisfang hælisleitenda og persónuskilríki, að því er greint er frá á vef Aftenposten.

Árið 2015 komu yfir 30 þúsund hælisleitendur til Noregs en í fyrra var fjöldinn 3.460. Aðeins 10 prósent þeirra sem sækja um hæli í Noregi framvísa vegabréfi við hælis­umsókn sína. Innan við helmingur þeirra sem komu 2015 framvísuðu einhverri tegund persónuskilríkja.

Bent var á það í skýrslu frá lögreglunni í fyrra að allt að 27 þúsund einstaklingar gætu verið rangt skráðir. Árið 2015 komst útlendingadeildin að því að 767 væru með fölsuð skilríki.

Yfir 5.000 hælisleitenda hurfu frá móttökustöðum í fyrra. Yfirvöld íhuga nú rafrænt eftirlit með hælisleitendum. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×