Viðskipti innlent

Þúsund tonna aflaaukning hjá HB Granda

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vísir/HB Grandi
Síldar- og makrílafli skipa HB Granda nú í sumar nam alls 33.400 tonnum.

Það mun vera lítilsháttar aukning milli ára því í fyrrasumar var sambærilegur afli um 32.400 tonn en þetta kemur fram í tilkynningu frá útgerðarfélaginu.

Í meðfylgjandi töflu sést hvernig síldar- og makrílaflinn hjá HB Granda var í hverjum útgerðarflokki í sumar með samanburði við sumarvertíðina 2013.

Líkt og sjá má dróst síldaraflinn saman um rúmlega 3.000 tonn milli ára en makrílaflinn jókst á sama tíma um ein 4.400 tonn. Í tilkynningu frá HB Granda kemur fram að í því sambandi muni mest um góða aflaaukningu uppsjávarveiðiskipanna.

visir/hb grandi





Fleiri fréttir

Sjá meira


×