Viðskipti erlent

Þúsund sagt upp hjá Microsoft í Finnlandi

Atli Ísleifsson skrifar
Microsoft keypti finnska fjarskiptafyrirtækið Nokia í vor.
Microsoft keypti finnska fjarskiptafyrirtækið Nokia í vor. Vísir/AFP
Bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft hyggst fækka starfsmönnum sínum  sem starfar við rannsóknir og þróun farsíma í Finnlandi um þúsund.

Microsoft keypti finnska fjarskiptafyrirtækið Nokia í vor og voru um 25 þúsund fyrrum starfsmenn Nokia sem gengu þá til liðs við Microsoft.

Í frétt finnska blaðsins Helsingin Sanomat segir meðal annars að til standi að leggja niður rannsóknar- og þróunardeild fyrirtækisins í Oulu í norðvesturhluta landsins, þar sem um fimm hundruð manns eru við störf.

Að sögn Bloomberg er mögulegt að uppsagnir Microsoft í starfsstöðum sínum víða um heim verði fleiri í ár en árið 2009 þegar hugbúnaðarrisinn sagði upp 5.800 manns.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×