Erlent

Þúsund manns rýmdu norska Seðlabankann vegna elds

Atli Ísleifsson skrifar
Norski seðlabankinn er í miðborg Óslóar.
Norski seðlabankinn er í miðborg Óslóar. Mynd/Wikipedia
Um þúsund manns var gert að rýma norska Seðlabankans og nálægar byggingar eftir að eldur kom upp í sorpgeymslu í bankanum. Talsverður reykur barst um bygginguna vegna eldsins.

Slökkvilið var fljótt á staðinn og var búið að slökkva eldinn um hálftíma eftir að tilkynning barst.

Á vef NRK segir að engar tilkynningar hafi borist um slys á fólki, og að starfsmenn hafi nú aftur haldið inn í bygginguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×