Viðskipti innlent

Þurrkar upp krónueignir

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Bankaskatturinn dregur úr hættu á alvarlegu gengisfalli.
Bankaskatturinn dregur úr hættu á alvarlegu gengisfalli. Vísir/GVA
Bankaskattur lagður á þrotabú föllnu bankanna gæti hægt og bítandi étið upp krónueignir þrotabúanna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningardeildar Arion banka.

Skatturinn myndi samkvæmt spám greiningardeildarinnar kosta þrotabúin rúmlega 28 milljarða króna á ári hverju.

Ljúki nauðasamningum ekki fyrir 2016 gætu þrotabú Kaupþings og Landsbankans neyðst til að skipta erlendum gjaldeyri í krónur svo þau geti staðið skil á útgjöldum.

Skatturinn dregur úr krónueignum kröfuhafa og minnkar þar með þrýsting á gengi íslensku krónunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×