Fótbolti

Þurfum ekki að vera stressaðir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zlatan er hann spilaði með Barcelona. Hann verður með PSG í kvöld.
Zlatan er hann spilaði með Barcelona. Hann verður með PSG í kvöld. vísir/getty
Stórliðin Barcelona og Bayern eru í ólíkri stöðu í kvöld í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Bæði eru reyndar á heimavelli en Barca vann 3-1 sigur á Pars Saint-German á útivelli í fyrri leiknum á sama tíma og Bayern tapaði 3-1 fyrir Porto.

„Þegar þú vinnur hjá stóru félagi þá ertu snillingur og súper taktíker. Þegar þú tapar þá ertu með fullt af vandamálum. Þetta er eins og úrslitaleikur og verður mjög erfiður. Ég hef samt trú á mínum leikmönnum,“ sagði Pep Guardiola, þjálfari Bayern.

„Þetta er ekki ómögulegt. Við erum að spila á heimavelli og þurfum ekki að vera stressaðir. Við höfum 90 mínútum til þess að snúa þessu við,“ sagði Philipp Lahm, fyrirliði liðsins. Thomas Müller sagði líka að Bayern þyrfti ekki kraftaverk til þess að vinna 2-0.

„Við værum að gera mistök ef við ætlum bara að verjast í 90 mínútur. Við munum aldrei lifa það af,“ sagði Jackson Martinez, fyrirliði og markahæsti maður Porto, en mikill áhugi er á Porto-liðinu í heimalandinu.

Leikir kvöldsins hefjast klukkan 18.45 og verða sýndir beint á sportstöðvum Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×