Lífið

Þurfti að skipta 100 dala seðli, keypti lottómiða og vann 1,4 milljarð króna

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Richard Noll með ávísunina.
Richard Noll með ávísunina.
Maður frá Massachusetts í Bandaríkjunum neyddist til að kaupa lottómiða til að skipta 100 dala seðli í síðustu viku. Þetta er mögulega gæfurríkasta ákvörðun mannsins, sérstaklega ef horft er á hana út frá fjárhaginum, því hann vann 10 milljónir dala í kjölfarið.

Maðurinn, sem heitir Richard Noll, segir frá því í bandarískum fjölmiðlum að hann hafi ákveðið að kaupa tvo svokallaða Platinum Millions miða, því hann var einungis með 100 dala seðil á sér. Í Bandaríkjunum tíðkast það víða að viðskiptavinir verslanna þurfi að versla fyrir tiltekna lágmarks upphæð til þess að geta notað 100 dala seðil.

Noll vann semsagt þessar 10 milljónir dala, sem á núverði er 1,35 milljarður króna. 3,5 milljónir dala fóru í skatt og fékk Noll því 6,5 milljónir í einni greiðslu. Auk þess fékk eigandi verslunarinnar 50 þúsund dali í bónusgreiðslu fyrir að hafa selt sigurmiðann.

Noll ætlar að kaupa sér nýtt hús og fara með afastelpuna sína í Disney-garðinn í Flórída fyrir peninginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×