Sport

Þurfti að fara á Adamsklæðin til að ná þyngd

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Louis Norman í hringnum.
Louis Norman í hringnum. Vísir/Getty
Boxarinn Louis Norman var svo tæpur að ná þyngd fyrir bardaga um breska meistaratitilinn að hann þurfti að grípa til örþrifaráða.

Louis Norman er að fara að mæta Andrew Selby en þeir munu berjast um breska meistaratitilinn í fluguvigt.

Eins og vanalega þurfa bardagamennirnir að ná þyngd kvöldið fyrir komandi bardaga en þegar kom að því að vigta Louis Norman kom í ljós að hann var 408 grömmum yfir þyngd.

Louis Norman átti hinsvegar eftir eitt útspil og það var að klæða sig úr öllu og með því rétt náði hann réttri þyngd áður en klukkan rann út.

Louis Norman er að keppa fyrir hinn velska Andrew Selby sem er á eftir sínum fyrsta atvinnumannatitli.

BBC fjallaði um málið og má lesa frétt þeirra hér en fyrir neðan má sjá aðstoðarmenn hans aðstoða strákinn við að fara á Adamsklæðunum á vigtina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×