Fótbolti

Þurfa að loka hluta vallarins

Stuðningsmenn KIev eru hér að slást.
Stuðningsmenn KIev eru hér að slást. vísir/epa
Slagsmál stuðningsmanna Dynamo Kiev í Evrópudeildarleik á dögunum draga dilk á eftir sér.

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur skipað Kiev að loka hluta vallarins er Everton kemur þar í heimsókn í 16-liða úrslitum keppninnar.

Kiev þarf einnig að greiða rúmar 10 milljónir króna í sekt í vegna hegðunar stuðningsmannanna.

Stuðningsmennirnir ruddust nefnilega inn á völlinn í leik Kiev gegn Guingamp á dögunum. Þeir slógust við öryggisverði og síðan hvorn annan fyrst þeir komust ekki til stuðningsmanna Guingamp.

Stuðningsmönnum Guingamp er kennt um að hafa æst Úkraínumennina upp með því að búa til rússneska fánann í stúkunni. Það var lítil stemning fyrir því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×