Fótbolti

Þurfa að ferðast fjórtán þúsund kílómetra í heimaleikina sína

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hermenn fylgjast með fótboltaleik í Sýrlandi.
Hermenn fylgjast með fótboltaleik í Sýrlandi. Vísir/AFP
Stríðsátökin í Sýrlandi hafi nú staða í að verða sjö ár og enn sér ekki fyrir endanum á þeim. Það eiga allir erfitt uppdráttar í landinu og fótboltamenn þjóðarinnar eru þar engin undantekning.

Fótboltamennirnir gefast þó ekki upp en sýrlenska deildin er enn í gangi og landsliðið tekur áfram þátt í alþjóðlegum keppnum. Sextán lið eru í sýrlensku deildinni og Al-Jaish SC frá Damaskus hefur unnið titilinn undanfarin tvö tímabil.

Fótboltalandslið Sýrlendinga tekur þátt í undankeppni HM 2018 og þó að útlitið sé ekki gott upp á að komast áfram þá hefur liðið staðið sig betur í undanriðlinum en lið Kína og Katar.

Vandamálið var hinsvegar að landsliðið getur að sjálfsögðu ekki spilað heimaleiki sína í Sýrlandi enda enginn öruggur þar.

Um tíma gekk illa að finna heimavöll fyrir landslið Sýrlands en hann fannst á endanum í Malasíu. Leikmenn sýrlenska landsliðsins þurfa því að ferðast vel yfir samtals fjórtán þúsund kílómetra til að spila heimaleiki sína í undankeppninni.

Sýrland hefur þegar spilað tvo heimaleiki í Seremban í Malasíu, gerðu markalaust jafntefli við bæði Suður-Kóreu og Íran. Eini sigur liðsins kom hinsvegar á útivelli á móti Kína.

Næsti heimaleikur Sýrlendinga er síðan á móti Úsbekistan og hann er gríðarlega mikilvægur því landslið Úsbekistan er í næsta sæti fyrir ofan Sýrland sem er jafnframt síðasta sætið í riðlinum sem hefur möguleika á áframhaldandi keppni.  

BBC fjallar um stöðu mála í fótboltanum í Sýrlandi og hefur sett saman stutta athyglisverða heimildarmynd um ástandið. Hana má finna hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×