Lífið

Þú getur keypt húsið sem Ingibjörg Sólrún átti

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Húsið hefur margfaldast í verði frá því að ráðherrann fyrrverandi keypti það ásamt eiginmanni sínum.
Húsið hefur margfaldast í verði frá því að ráðherrann fyrrverandi keypti það ásamt eiginmanni sínum.
Húsið sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir bjó í á meðan hún var borgarstjóri og síðan utanríkisráðherra er komið á sölu. Húsið, sem stendur við Nesveg í Reykjavík, er rúmir 238 fermetrar að stærð auk 29 fermetra bílskúrs. Hægt er að stækka húsið enn frekar, samkvæmt teikningum sem fyrir liggja. Gera má ráð fyrir því að húsið verði selt á margföldu því verði sem Ingibjörg keypti það á fyrir 17 árum.

Þetta baðherbergi má finna í húsinu.Vísir/Höfði
Hefur staðið autt

Ingibjörg og eiginmaður hennar Hjörleifur Sveinbjörnsson keyptu húsið í ágúst árið 1998 og bjuggu þar allt til ársins 2013. Þá var það skráð á fyrirtækið Vatnar hf. sem er sami aðili og er nú að selja húsið. Fyrirtækið er í 100 prósent eigu jarðfræðingsins Elds Ólafssonar, samkvæmt nýjasta ársreikningi félagsins, sem er frá 2013. 

Samkvæmt heimildum Vísis hefur ekki verið búið í húsinu frá því að Ingibjörg og Hjörleifur fluttu út.

Eldhúsið í húsinu.Vísir/Höfði
Tugmilljóna króna hækkun

Leiða má að því líkur að húsið verði selt fyrir yfir hundrað milljónir króna en fasteignamat þess er rétt tæpar 80 milljónir. Fasteignaverð hefur hækkað talsvert síðustu mánuði og ár og óhætt að gera ráð fyrir að félag Eldars geti hagnast talsvert á viðskiptunum.

Mbl.is sagði frá því í morgun að húsið hafi hækkað mjög í verði frá því að Ingibjörg Sólrún og Hjörleifur keyptu það árið 1998. Þegar það var auglýst til sölu það ár var ásett verð 16,8 milljónir. Það jafngildir 38,6 milljónum á núvirði, það er að teknu tilliti til verðbólgu.

Fleiri myndir af húsinu má sjá á fasteignavefnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×