Erlent

Þrýsta stjórnarhernum fjær Donetsk

Atli Ísleifsson skrifar
Flugvöllurinn í Donetsk er ein rjúkandi rúst eftir átök síðustu vikna.
Flugvöllurinn í Donetsk er ein rjúkandi rúst eftir átök síðustu vikna. Vísir/AP
Aðskilnaðarsinnar í austurhluta Úkraínu segjast hafa þrýst sveitum Úkraínuhers út úr tveimur hverfum í úthverfum höfuðvígis þeirra Donetsk. Segja þeir markmiðið vera að ráða yfir héraðinu öllu.

Í frétt Reuters kemur fram að sókn aðskilnaðarsinna í síðustu viku hafi endanlega bundið enda á vopnahlé sem samið var um í september síðastliðinn. Vopnahléið hafði þó margoft verið rofið.

Eduard Basurin, talsmaður aðskilnaðarsinna, segir þá hafa þrýst úkraínskum hermönnum út úr hverfinu Maryinka og bænum Pesky sem stendur nærri flugvellinum í Donetsk þar sem hörð átök hafa staðið síðustu vikur.

Um fimm þúsund manns hafa látist í átökum milli aðskilnaðarsinna á bandi Rússlandsstjórnar og úkraínskra stjórnvalda síðustu mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×