Erlent

Þrumuveðri spáð á Indlandi

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Fólk reynir hvað það getur til að kæla sig niður.
Fólk reynir hvað það getur til að kæla sig niður. vísir/getty
Þrumuveðri er spáð á norðanverðu Indlandi næstu tvo daga. Mikil hitabylgja hefur herjað á landið undanfarnar vikur og hitinn farið í allt að fimmtíu gráður. Gert er ráð fyrir árstíðabundnum hitabeltisrigningum síðar í þessum mánuði.

Um 2.200 hafa látið lífið í hitanum en hitabylgjan er ein sú mannskæðasta í áraraðir.

Þúsundir hafa flúið til strandhéraða til að kæla sig í sjónum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×