Innlent

Þrumur og eldingar víða í nótt

Gissur Sigurðsson skrifar
Vísir/AFP
Óvenju mikið var um þrumur og eldingar yfir landinu í nótt en ekki er vitað til að tjón hafi hlotist af. Mestur var ljósagangurinn yfir Suður- og Suðausturlandi og fylgdi þessu víða úrhellisrigning eða slydda, og sumstaðar haglél.

Að sögn Veðurstofunnar gæti þetta haldið eitthvað áfram í dag. Þessu  veldur kröpp lægð suðvestur af landinu með óstöðugu lofti og háloftakulda.

Eldinga varð vart víða yfir landinu síðdegis í gær og í gærkvöldi, en í mun minna mæli en í nótt. Eldingar fylgja oft lægðunum og lýsa þá upp himininnn yfir hafi, en fremur sjaldgæft er að þær leiftri yfir landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×