MIĐVIKUDAGUR 29. MARS NÝJAST 05:00

Gamma í vinnslu eiturefnaúrgangs

FRÉTTIR

Ţróttarar semja viđ stóran og sterkan markvörđ

 
Íslenski boltinn
19:23 02. FEBRÚAR 2016
Trausti Sigurbjörnsson fćr samkeppni um markmannsstöđuna.
Trausti Sigurbjörnsson fćr samkeppni um markmannsstöđuna. VÍSIR/ERNIR

Markvörðurinn Arnar Darri Pétursson hefur gert tveggja ára samning við nýliða Þróttar og mun því spila með liðinu í Pepsi-deild karla í sumar.

Arnar Darri Pétursson kemur til Þróttar frá Stjörnunni en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá framkvæmdarstjóra Þróttar í kvöld.

Arnar Darri, sem er 24 ára, er uppalinn hjá Stjörnunni en lék eitt tímabil með Víkingi Ólafsvík. Hann hefur einnig spilað í Danmörku og Noregi.

„Arnar Darri er stór, sterkur og öflugur markvörður, sem getur átt langan og farsælan feril framundan í knattspyrnu, ef hann heldur rétt á spöðunum," segir í fréttatilkynningu Þróttara.

„Með tilkomu Arnars Darra fá Trausti Sigurbjörnsson og Sindri Geirsson verðuga samkeppni um markvarðarstöðuna og þannig vil ég hafa hlutina, að tveir til þrír leikmenn keppi um allar stöður í byrjunarliðinu,“ segir Gregg Ryder, þjálfari Þróttar.

„Þróttur kemur til leiks í efstu deild næsta sumar með bráðungan og efnilegan leikmannahóp. Liðið er að styrkja sig mikið frá síðasta ári og þjálfarateymið lítur á mig sem mikilvægan þátt í því ferli. Ég ætla að standa undir því trausti og hlakka til að taka virkan þátt í uppbyggingu fótboltans í Laugardal á næstu árum. Hérna í dalnum er hjartað í Reykjavík og það er heiður að tilheyra þessu félagi,“ segir Arnar Darri Pétursson, nýjasti leikmaður Þróttar, í fréttatilkynningu félagsins.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Íslenski boltinn / Ţróttarar semja viđ stóran og sterkan markvörđ
Fara efst