Íslenski boltinn

Þróttarar jöfnuðu í blálokin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gregg Ryder og lærisveinar hans máttu sætta sig við jafntefli gegn BÍ/Bolungarvík í dag.
Gregg Ryder og lærisveinar hans máttu sætta sig við jafntefli gegn BÍ/Bolungarvík í dag. Vísir/Daníel
Þróttur R. og BÍ/Bolungarvík skildu jöfn, 2-2, í lokaleik 10. umferðar í 1. deild karla í fótbolta. Leikurinn átti upphaflega að fara fram fyrir vestan en vegna mikillar bleytu á Torfnesvelli var leikurinn færður á Valbjarnarvöll.

Alexander Veigar Þórarinsson kom Þrótti yfir á 7. mínútu og þannig var staðan þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Mark Tubæk jafnaði metin á 55. mínútu og á þeirri 76. kom Björgvin Stefánsson Vestfirðingum yfir með sínu sjöunda marki í sumar.

Hreinn Ingi Örnólfsson bjargaði hins vegar stigi fyrir Þróttara með marki á lokamínútu leiksins.

Eftir leikinn situr Þróttur í 5. sæti með 15 stig, en liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum í deildinni.

BÍ/Bolungarvík situr í 11. og næstneðsta sæti deildarinnar með 11 stig.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá urslit.net.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×