Fótbolti

Þrjú skallamörk afgreiddu Skota á Wembley

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Daniel Sturridge fagnar marki sínu.
Daniel Sturridge fagnar marki sínu. Vísir/Getty
Englendingar þurftu enga súperframmistöðu í kvöld til að vinna 3-0 sigur á nágrönnum sínum í Skotlandi á Wembley í undankeppni HM 2018.

Englendingar þurftu ekki mörg tækifæri til að refsa gestunum og enska liðið er nú með tíu stig á toppi F-riðils. Enska liðið hefur enn ekki fengið á sig mark í fyrstu fjórum umferðunum.

Liverpool-mennirnir Daniel Sturridge og komu Englandi í 2-0 og Chelsea-miðvörðurinn Gary Cahill innsiglaði síðan sigurinn.

Fyrri hálfleikurinn einkenndist af mikilli baráttu og lítið var um færi. Englendingar voru meira með boltann en Skotarnir gáfu ekkert eftir í pressunni.

Englendingar voru ekki búnir að eiga færi þegar þeir skoruðu markið í fyrri hálfleiknum. Daniel Sturridge skoraði þá með laglegum skutluskalla eftir fyrirgjöf frá Kyle Walker.

Adam Lallana kom enska liðin í 2-0 á 50. mínútu með laglegum skalla eftir fyrirgjöf Danny Rose. Skömmu áður höfðu Skotarnir verið í tvígang nálægt því að jafna metin.

Úrslitin voru síðan ráðin ellefu mínútum síðar þegar Gary Cahill skallaði inn hornspyrnu Wayne Rooney og koma enska liðinu í 3-0.

Daniel Sturridge horfir á eftir skalla sínum fara í markið.Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×