Fótbolti

Þrjú mörk í uppbótartíma og Fiorentina mistókst að komast á toppinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag. vísir/getty
Fiorentina mistókst að komast á topp ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, en þeir töpuðu 3-1 fyrir Lazio í öðrum leik dagsins.

Balde Diao Keita skorað fyrsta mark leiksins á 45. mínútu, en það gerði hann eftir undirbúning Filip Djordjevic. Þannig stóðu leikar í hálfleik.

Sergej Milinkovic-Savic tvöfaldaði svo forystuna í uppbótartíma, en Facundo Sebastian Roncaglia minnkaði muninn stuttu síðar. Nær komust leikmenn Fiorentina ekki því Felipe Anderson kom Lazio í 3-1 með þriðja markinu í uppbótartíma og lokatölur 3-1.

Tapið varð til þess að Fiorentina náði ekki að skjótast upp fyrir Inter á toppi deildarinnar, en þeir eru í öðru sætinu með 38 stig. Inter er á toppnum með 39, en á leik til góða.

Lazio situr í níunda sæti deildarinnar með 27 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×