Handbolti

Þrjú Íslendingalið í Final Four

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Róbert og félagar eru komnir til Kölnar.
Róbert og félagar eru komnir til Kölnar. vísir/epa
Róbert Gunnarsson og félagar eru komnir áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í handbolta eftir 32-32 jafntefli við Zagreb á heimavelli í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum í dag.

PSG vann fyrri leikinn í Króatíu 20-28 og einvígið samanlagt 60-52.

Það verða því þrjú Íslendingalið í Final Four í Köln síðustu helgina í maí; PSG, Veszprém og Kiel. Auk þeirra er Kielce frá Póllandi komið í undanúrslit.

Sergiy Onufryienko var markahæstur í liði PSG í dag með sjö mörk en þeir Mikkel Hansen og Nikola Karabatic skoruðu fimm mörk hvor. Róbert komst ekki á blað.


Tengdar fréttir

Kiel stóðst áhlaup Evrópumeistaranna

Alfreð Gíslason er kominn með Kiel í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í handbolta þrátt fyrir þriggja marka tap, 33-30, fyrir Evrópumeisturum Barcelona á útivelli í dag.

Aron og félagar komnir til Kölnar

Aron Pálmarsson og félagar í Veszprém eru komnir áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í handbolta eftir 30-30 jafntefli við Vardar í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitunum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×