Sport

Þrjú Íslandsmet á fyrsta degi

Jón Margeir Sverrisson var í sveit Fjölnis sem setti met í dag.
Jón Margeir Sverrisson var í sveit Fjölnis sem setti met í dag. vísir/getty
Þrjú Íslandsmet féllu á ÍM50 í sundi í kvöld. Hrafnhildur Lúthersdóttir setti eina einstaklingsmetið en tvö met féllu í liðakeppni.

Karlasveit Fjölnis setti Íslandsmet í 4x200 metra skriðsundi. Þeir syntu á tímanum 7:46,24 mínútum og voru langt undir gamla metinu sem var 7:58,82 mínútur, sem sveit Ægis setti í árið 2006.

Sveitina skipa þeir Hilmar Smári Jónsson, Jón Margeir Sverrisson, Daníel Hannes Pálsson og Kristinn Þórarinsson.

Stúlknasveit ÍRB slógu svo stúlknametið í 4x200 metra skriðsundi kvenna þegar þær syntu á 8:51,91 mínútum. Þær enduðu í þriðja sæti í greininni. Gamla metið átti sveit ÍRB líka en það var 9:11,37.

Sveitina skipa þær Sylwia Sienkiewicz, Eydís Ósk Kolbeinsson, Sunneva Dögg Friðriksdóttir og Íris Ósk Hilmarsdóttir.


Tengdar fréttir

Íslandsmet hjá Hrafnhildi

Íslandsmótið í 50 metra laug hófst í Laugardalnum í dag. Hrafnhildur Lúthersdóttir sló fyrsta Íslandsmet helgarinnar í gær en fleiri met eiga eflaust eftir að falla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×