Innlent

Þrjátíu þúsund skora á forsetann að setja makrílmálið í þjóðaratkvæði

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Undirskriftasöfnunin Þjóðaratkvæði búin að rjúfa 30 þúsunda múrinn.
Undirskriftasöfnunin Þjóðaratkvæði búin að rjúfa 30 þúsunda múrinn. Vísir
Yfir þrjátíu þúsund hafa nú skrifað undir áskorun á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu lögum þar sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til lengri tíma en eins árs. Tilefni undirskriftasöfnunarinnar er makrílfrumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.



Undirskriftasöfnunin hefur staðið undanfarna daga en tilkynnt var um söfnunina þann 1. maí síðastliðinn. Hátt í sextán þúsund skrifuðu undir áskorunina fyrsta sólarhringinn. Undirskriftunum er safnað á vefsíðunni Þjóðareign.is



Á bak við söfnunina standa þau Agnar K. Þorsteinsson, Bolli Héðinsson, Guðrún Pétursdóttir, Henný Hinz, Jón Sigurðsson, Þorkell Helgason og Jón Steinsson. Jón lýsti afleiðingum frumvarpsins í grein í Fréttablaðinu í síðustu viku. Þar segir hann þetta frumvarp ráðherra fela í rauninni í sér grundvallarbreytingu í þá átt að styrkja lagalega stöðu útgerðarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×