Innlent

Þrjátíu lítil tré fyrir eitt stórt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það verður væntanlega jólalegt í Heiðmörk fyrir jólin núna eins og áður.
Það verður væntanlega jólalegt í Heiðmörk fyrir jólin núna eins og áður. fréttablaðið/stefán
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri opnar jólaskóginn fyrir höfuðborgarbúum með því að höggva fyrsta tréð klukkan 11 á laugardaginn.

Allur ágóði af sölu jólatrjáa rennur til uppbyggingar og viðhalds Heiðmerkur. Í staðinn fyrir hvert tré sem höggvið er gróðursetur félagið að minnsta kosti þrjátíu tré.

Jólasveinar koma í heimsókn alla dagana sem jólaskógurinn er opinn og varðeldur er kveiktur. Boðið verður upp á heitt kakó og jólalög sungin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×