Innlent

Þrjátíu daga fangelsi fyrir að kýla mömmu sína

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Héraðsdómur Austurlands.
Héraðsdómur Austurlands. vísir/365
Karlmaður var í upphafi vikunnar dæmdur af Héraðsdómi Austurlands í þrjátíu daga fangelsi fyrir að kýla móður sína á gamlárskvöld um síðustu áramót. Refsingin fellur niður haldi hann skilorð í þrjú ár.

Atvikið átti sér stað á heimili móðurinnar í sveitarfélaginu Hornafirði. Maðurinn, sem var undir áhrifum vímuefna, kýldi móður sína fyrirvaralaust í brjóstkassann með þeim afleiðingum að hún hlaut eymsl á brjóstkassa.

Maðurinn sótti ekki þing þrátt fyrir að í fyrirkalli, sem birt var á lögheimili hans, hafi þess verið getið að mætti hann ekki yrði fjarvist hans metin til jafns til þess að hann viðurkenndi brotið.

Maðurinn hefur áður komist í kast við lögin. Árið 2011 hlaut hann þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni. Í ljósi þess að maðurinn stóðst það skilorð þótti unnt að skilorðsbinda refsinguna nú.

Dóminn má lesa í heild sinni sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×