Íslenski boltinn

Þrjár þrennur og fleira skemmtilegt í Pespi mörkum kvenna í kvöld | Í loftið klukkan 21.05

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harpa Þorsteinsdóttir skoraði þrennu og er markahæsti leikmaður Pepsi-deildar kvenna eftir sex umferðir.
Harpa Þorsteinsdóttir skoraði þrennu og er markahæsti leikmaður Pepsi-deildar kvenna eftir sex umferðir. Vísir/Anton
Sjötta umferð Pepsi-deildar kvenna í fótbolta kláraðist í gær og verður hún gerð upp í Pepsi mörkum kvenna á Stöð 2 Sport i kvöld.

Pepsi mörk kvenna fara í loftið klukkan rétt rúmlega 21.05 í kvöld og þau verða síðan endursýnd strax á eftir Sumarmessunni (hefst klukkan 22.00) eða rétt rúmlega 22.30.

Helena Ólafsdóttir, umsjónarmaður þáttarins, fær til sín góða gesti eins og vanalega og farið verður yfir allt það helsta sem gerðist í sjöttu umferðinni.

Þar er að nógu að taka enda voru skoruð fullt af mörkum og þrír leikmenn náðu meðal annars að skora þrennu í umferðinni. Þrennurnar hjá Elínu Mettu Jensen, Hörpu Þorsteinsdóttur og Katrínu Ásbjörnsdóttur verða að sjálfsögðu sýndar í þættinum.

Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir skoraði líka tvö mörk út í Vestmanneyjum í umferðinni og bæði með skotum af löngum færum. Það er augljóst að markið á móti Skotum á dögunum hefur fært bakverði Blika meira sjálfstraust til að skjóta á markið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×