Erlent

Þrjár milljónir Sýrlendinga hafa flúið land

Atli Ísleifsson skrifar
Rúm milljón sýrlenskra flóttamanna hafa flútið yfir landamærin til Líbanons.
Rúm milljón sýrlenskra flóttamanna hafa flútið yfir landamærin til Líbanons. Vísir/AFP
Rúmlega þrjár milljónir Sýrlendinga eru nú skráðir sem flóttamenn og ástandið í landinu fer versnandi. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að hvergi í heiminum sé ástandið verra en í Sýrlandi þar sem nærri helmingur íbúa landsins hafa neyðst til að flýja heimili sín.

Flóttamenn hafa leitað til nágrannaríkja og hafa flestir flúið til Líbanons. Rúmlega 190 þúsund manns hafa látið lífið í borgarastyrjöldinni sem nú staðið hefur í þrjú ár.

Í frétt BBC segir að uppreisnarhópar hafi átt í átökum við hersveitir á bandi Bashar al-Assad Sýrlandsforseta síðan ríkisstjórn hans bældi niður mótmæli gegn henni í mars 2011.

Ástandið í landinu hefur svo versnað enn frekar með uppgangi Ríkis íslams (IS) sem hefur langt undir sig stór landsvæði, bæði í austurhluta Sýrlands og norðurhluta Íraks.

Stofnun Sameinuðu þjóðanna áætla að einn af hverjum átta Sýrlendingum hafa haldið yfir landamærin og að 6,5 milljónir til viðbótar séu á vergangi innan landamæra Sýrlands. Helmingur þeirra eru börn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×