Innlent

Þrisvar sinnum fleiri umsóknir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Útlendingastofnun bárust 1.132 hælisumsóknir í fyrra.
Útlendingastofnun bárust 1.132 hælisumsóknir í fyrra. Vísir/Stefán
Útlendingastofnun bárust 1.132 hælisumsóknir í fyrra. Það eru rúmlega þrisvar sinnum fleiri umsóknir en árið 2015 þegar umsóknir voru 354.

Langfjölmennastir meðal umsækjenda um vernd voru Makedóníumenn, eða 468 talsins, og Albanar, sem voru 231. Samtals voru Makedóníumenn og Albanar um 60% allra umsækjenda. Næstir þar á eftir voru Írakar (73), Georgíumenn (42) og Sýrlendingar (37). 73 prósent umsækjenda voru karlkyns og 27 prósent konur.

Þá voru 76 prósent umsækjenda fullorðnir og 24 prósent börn. Umsóknir frá fylgdarlausum ungmennum voru átján.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×