Lífið

Þrír vildu fá Pharrell á sama tíma

Freyr Bjarnason skrifar
Bandaríski popparinn er eftirsóttur á meðal íslenskra tónleikahaldara.
Bandaríski popparinn er eftirsóttur á meðal íslenskra tónleikahaldara. Nordicphotos/Getty
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er langt í frá öruggt að bandaríski tónlistarmaðurinn Pharrell komi hingað til lands í næsta sumar.

Ástæðan fyrir því að kjaftasaga þess efnis komst á kreik er að nokkrir tónleikahaldarar, að minnsta kosti þrír talsins, voru á sama tíma í sambandi við umboðsmann Pharrells í von um að lokka hann til landsins.

Eins og staðan er núna hefur þeim fækkað sem eiga möguleika á að næla í popparann og núna eru að minnsta kosti tveir að eltast við hann. Líklegt má telja að Sena, sem flutti annan bandarískan poppara, Justin Timberlake, til landsins með góðum árangri í sumar, sé á meðal þeirra.

Frá því bankahrunið varð hefur lítið sem ekkert verið um að fleiri en einn tónleikahaldari keppist um að fá sama flytjanda til landsins, hvað þá stórt nafn eins og Pharrell, enda fáir sem hafa fjárhagslega burði til að greiða háa upphæð fyrir fram fyrir slíkt.

Núna virðast vera komnir meiri peningar í spilið og aldrei að vita nema kapphlaup sem þetta verði algengari á næstunni.


Tengdar fréttir

Skipuleggja sumartónleika með Pharrell í Reykjavík

Unnið er að því hörðum höndum að fá bandaríska tónlistarmanninn Pharrell Williams til Íslands. Samkvæmt heimildum Vísis mun hann halda tónleika í nýju Laugardalshöllinni um miðjan júní á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×