Erlent

Þrír þýskir táningar dæmdir fyrir sprengjuárás á hof síka

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá vettvangi árásarinnar í fyrra.
Frá vettvangi árásarinnar í fyrra. Vísir/EPA
Þrír sautján ára drengir hafa verið dæmdir í fangelsi vegna sprengjuárásar þeirra á hof síka í Essen í Þýskalandi. Þrír særðust í árásinni sem dómstóllinn segir að hafi verið gerð vegna haturs drengjanna gagnvart öðrum trúarbrögðum og sagði drengina vera öfgasinnaða múslima.

Engin tengsl fundust á milli drengjanna og nokkurra hryðjuverkasamtaka. Einn var dæmdur í sjö ára fangelsi, annar í sex ára og níu mánuði og sá þriðji var dæmdur í sex ára fangelsi.

Drengirnir voru sextán ára þegar þeir sprengdu heimagerða sprengju í anddyri hofsins í fyrra. Tveir voru sakfelldir fyrir morðtilraun en einn þeirra var ekki á staðnum og var sakfelldur fyrir skipulagningu og undirbúning árásarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×