Erlent

Þrír stukku úr vélinni sem fórst

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Frá Jämijärvi í dag.
Frá Jämijärvi í dag. vísir/afp
Átta manns eru látnir eftir að lítil farþegaflugvél fórst í suðvestanverðu Finnlandi í dag. Óttast er um afdrif fimm til viðbótar. Hópur fallhlífastökkvara var um borð í flugvélinni, en slysið varð skammt frá einni helstu miðstöð fallhlífastökkvara í Finnlandi. Flugstjórinn var meðal þeirra sem lést. Finnskir miðlar greindu frá þessu fyrir skömmu.

Slysið varð nærri Jämijärvi-flugvelli um þrjúleytið í dag. Þremur fallhlífastökkvurum tókst að stökkva úr vélinni og fundust þeir skammt frá slysstað. Þeir voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar, en meiðsli þeirra eru ekki talin alvarleg.

Vélin var knúin af skrúfuhreyflum og með sæti fyrir tíu farþega. Finnskir fjölmiðlar hafa greint frá því að mótorinn í vélinni hafi bilað skammt frá jörðu, en lögregla hefur þó ekki staðfest það.

Finnska lögreglan hefur boðað til blaðamannafundar síðar í kvöld og munu þá tildrög slyssins að öllum líkindum liggja fyrir.

Slysið varð nærri Jämijärvi-flugvelli um þrjúleytið í dag.
vísir/afp
Leitarhópar á svæðinu.vísir/afp



Fleiri fréttir

Sjá meira


×