Erlent

Þrír særðir í skotárás í skóla í Bandaríkjunum

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögreglumenn skutu áráarmannin, sem særði þrjá nemendur.
Lögreglumenn skutu áráarmannin, sem særði þrjá nemendur. Vísir/AP
Lögreglumenn skutu mann til bana sem særði minnst þrjá í skotárás á háskóla í Flórída í Bandaríkjunum. Talsmaður lögreglunnar segir manninn hafa skotið að lögreglumönnum þegar þeir skipuðu honum að leggja frá sér vopnið.

Einn hinna særðu er í alvarlegu ástandi samkvæmt CNN.

Árásin átti sér stað í bókasafni skólans, en nemendur skólans leituð skjóls á skólalóðinni þegar skothvellir heyrðust um tvöleytið í nótt að staðartíma. Öllum kennslustundum var frestað í skólanum í dag.

Nemendur lýstu því fyrir AP fréttaveitunni að þau hefðu læst sig inn í herbergjum víða um skólann og jafnvel fært húsgögn fyrir hurðir.

„Maður heldur að svona muni aldrei koma fyrir þig, þangað til maður þarf að bregðast við þegar einhver kallar að það sé byssa í byggingunni,“ segir Allison Kope. „Ég hljóp beint út um bakdyrnar. Tölvan mín og allt sem ég var með er enn þarna inni.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×