Innlent

Þrír ráðherrar sagðir með tengsl við aflandsfélög í skattaskjólum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hluti af ríkisstjórn Íslands.
Hluti af ríkisstjórn Íslands. Vísir/Vilhelm
Þrír íslenskir ráðherrar og fleira áhrifafólk í íslenskum stjórnmálum eru á listum yfir eigendur aflandsfélaga í skattaskjólum. Þetta kemur fram í gögnum sem blaðamenn víðsvegar um heiminn hafa undir höndum og hafa unnið úr undanfarna mánuði.

Þetta kemur fram á vef rúv.is og segir þar að í sérstökum Kastljósþætti sem sýndur verður á næstu dögum verði birtar upplýsingar um umfangsmiklar eignir Íslendinga í félögum í skattaskjólum, þar á meðal eignir ráðherra í ríkisstjórn Íslands. Einnig verður fjallað um þáttöku annars áhrifafólks í íslenskum stjórnmálum í starfsemi aflandsfélaganna, sem til þessa hefur farið leynt.

Í frétt RÚV segir að upplýsingarnar og gögn um starfsemi aflandsfélaganna nái yfir 25 ára tímabil. Þá sýni gögnin að einstaklingar í þessum hópu hafi stofnað slík félög á árinu 2014.

Tæpar tvær vikur eru liðnar frá því að Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar upplýsti á Facebook að hún væri eigandi aflandsfélagsins Wintris á Bresku-Jómfrúreyjum sem hefði lýst 523 milljóna króna kröfu í slitabú föllnu bankana.


Tengdar fréttir

Tíu þúsund manns kalla eftir afsögn

Tíu þúsund manns hafa nú skrifað undir í undirskriftasöfnun á netinu þar sem þess er krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segi af sér sem forsætisráðherra og þingmaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×