FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR NÝJAST 23:30

David Bowie sigurvegari Brit-verđlaunahátíđarinnar

LÍFIĐ

Ţrír menn höfnuđu í Sultartangalóni

 
Innlent
17:02 21. FEBRÚAR 2016
Sultartangastöđ nýtir rennsli Tungnaár og Ţjórsár.
Sultartangastöđ nýtir rennsli Tungnaár og Ţjórsár. VÍSIR/VILHELM

Jeppi með þremur mönnum innanborðs hafnaði í Sultartangalóni í Þjórsá í dag.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var skammt frá slysstað og var kölluð til vegna atviksins. Hún er komin til Reykjavíkur með mennina.

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni höfðu mennirnir verið að aka til móts við tvo sjúkrabíla sem kallaðir voru til vegna eymsla sem einn mannanna kenndi til í brjósti. Erfið færð var á svæðinu og höfðu sjúkrabílarnir ekki komist alla leið.

Að svo stöddu er ekki vitað um nákvæma málavexti en svo virðist sem mennirnir, sem voru í jeppaferð, hafi ekið af slóðanum með fyrrgreindum afleiðingum.

Maðurinn með brjóstverkina var fluttur á hjartadeild Landspítalans en ekki er talið að hinir mennirnir tveir þurfi á frekari aðhlynningu að halda.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Ţrír menn höfnuđu í Sultartangalóni
Fara efst