Enski boltinn

Þrír Liverpool-menn koma til greina sem leikmenn ársins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Gerrard, Luis Suarez og Daniel Sturridge.
Steven Gerrard, Luis Suarez og Daniel Sturridge. Vísir/Getty
Liverpool-leikmennirnir Steven Gerrard, Luis Suarez og Daniel Sturridge eru allir tilnefndir sem besti leikmann ensku úrvalsdeildarinnar að mati leikmanna sjálfra.

Sex leikmenn koma til greina sem besti leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni en hinir þrír sem ekki spila með Liverpool eru þeir Yaya Toure hjá Manchester City, Eden Hazard hjá Chelsea og Adam Lallana hjá Southampton.

Daniel Sturridge og Eden Hazard eiga líka möguleika á því að vera kosnir besti ungi leikmaðurinn í deildinni en þar eru líka tilnefndir þeir Luke Shaw (Southampton), Aaron Ramsey (Arsenal), Ross Barkley (Everton) og Raheem Sterling (Liverpool).

Gareth Bale vann þessi verðlaun í fyrra og var þá að vinna þau í annað skiptið á þremur árum en Robin van Persie vann þau í millitíðinni.

Luis Suarez er sigurstranglegastur enda búinn að vera stórkostlegur með Liverpool-liðinu á leiktíðinni en Liverpool-maður hefur ekki unnið þessi verðlaun síðan að Steven Gerrard var kosinn tímabilið 2005-2006.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×