Erlent

Þrír létust í skotbardaga í Mexíkó

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/afp
Að minnsta kosti þrír týndu lífi í skotbardaga í Reynosa í Mexíkó, við landamæri Bandaríkjanna, í dag. Átökin brutust út eftir að leiðtogi Gulf Cartel, eins helsta fíkniefnagengis í borginni, var handtekinn.

„Glæpahópurinn brást við með því að ráðast á lögreglu,“ segir í yfirlýsingu sem lögregla sendi frá sér í dag.

Settir voru upp vegatálmar víða um borgina og voru íbúar hvattir til að halda sig innandyra. Bardaginn stóð yfir í nokkrar klukkustundir.

Hópurinn Gulf Cartel er einnig þekktur undir heitinu El Gafe. Hann hefur verið við völd í fjölmörg ár en hefur verið minna áberandi síðustu ár eða eftir að foringi hópsins, sem gengur undir nafninu X-20, var handtekinn. Hópurinn hefur háð baráttu við Los Zetas um nokkurt skeið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×