Erlent

Þrír látnir í átökum Ísraels og Hizbollah

Atli Ísleifsson skrifar
Ísraelskir hermenn á landamærum Ísraels og Líbanon.
Ísraelskir hermenn á landamærum Ísraels og Líbanon. Vísir/AP
Tveir ísraelskir hermenn og spænskur friðargæsluliði á vegum Sameinuðu þjóðanna létust í átökum Ísraelshers og liðsmanna Hizbollah á landamærum Ísraels og Líbanon fyrr í dag.

Talsmaður friðargæslusveitar Sameinuðu þjóðanna í Líbanon (Unfil) hvetur deiluaðila til að sýna stillingu til að koma í veg fyrir að deilan stigmagnist.

Ísraelsku hermennirnir létust í árás liðsmanna Hizbollah á bílalest Ísraelshers fyrr í morgun. Ísraelsher svaraði með því að skjóta 22 sprengjum inn í suðurhluta Líbanon. Friðargæsluliðinn lést í þeirri árás.

Talsmaður Hizbollah segir þá hafa ráðist á bílalestina í morgun vegna loftárása Ísraela á sýrlenska hluta Gólan-hæða í síðustu viku þar sem sex liðsmenn samtakanna fórust ásamt háttsettum írönskum hershöfðingja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×