Sport

Þrír keppendur frá Íslandi á verðlaunapalli í dag

Elías Orri Njarðarson skrifar
Aníta tryggði sér gullverðlaun í dag
Aníta tryggði sér gullverðlaun í dag visir/epa
Fyrsta degi Íslands í Evrópubikarkeppni landsliða í frjálsum íþróttum, í Tel Aviv í Ísrael, lauk í dag.

Ísland keppir í 2.deild mótsins og er þar með eftirfarandi þjóðum: Austurríki, Ísrael, Króatíu, Kýpur, Lettlandi, Litháen, Moldavíu, Serbíu, Slóvakíu, Slóveníu og Ungverjalandi.

Íslendingar sendu 32 keppendur til Tel Aviv og náðu nokkur þeirra á verðlaunapall.

Aníta Hinriksdóttir vann 800 metra spretthlaup kvenna í kvöld og tryggði sér þar afleiðandi gullverðlaun. Aníta hljóp á 2:02.57 mínútum. Flottur tími hjá þessari frábæru íþróttakonu. Í öðru sæti lenti Bianka Keri, frá Ungverjalandi, á tímanum 2:03.22.

Arna Stefanía Guðmundsdóttir, fékk silfurverðlaun í 400 metra grindahlaupi kvenna en Arna kom í mark á 57.00 sekúndum sléttum. Agata Zupin, frá Slóveníu, var í fyrsta sæti á tímanum 56.80 sekúndur og Arna því ekki langt frá fyrsta sætinu.

Hulda Þorsteinsdóttir fékk bronsverðlaun í stangarstökki kvenna en Hulda stökk yfir 4.05 metra sem tryggði henni þriðja sætið. Tina Sutej, frá Slóveníu sigraði greinina en hún fór yfir 4.55 metra. Flottur árangur hjá Huldu.

Mótið heldur síðan áfram á morgun og hægt er að sjá dagskránna og úrslitin hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×