MIĐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ NÝJAST 18:00

Bauđ barni sćlgćti fyrir utan leikskóla

FRÉTTIR

Ţrír Indverjar dćmdir til dauđa vegna hópnauđgunar og morđs

 
Erlent
18:47 30. JANÚAR 2016
Einn sakborninga í málinu leiddur fyrir rétt.
Einn sakborninga í málinu leiddur fyrir rétt. VÍSIR/AFP

Dómstóll í Indlandi dæmdi í dag þrjá karlmenn til dauða vegna hópnauðgunar og morðs á ungri konu í Vestur-Bengal ríki árið 2013.

Þrír menn til viðbótar voru dæmdir í lífstíðarfangelsi vegna málsins.

Dómstóllinn, sem er í borginni Kalkútta, tilkynnti um refsingu yfir mönnunum í dag, en mennirnir voru fundnir sekir á fimmtudaginn.

Nauðgunin og morðið á konunni, sem var 21 árs gömul og á leið heim úr prófi í bænum Kamduni þegar ráðist á hana, hefur vakið hörð viðbrögð í Indlandi. Lík konunnar fannst alblóðugt á nálægum akri í Kamduni.

Í frétt SVT segir að fjölmenn mótmæli hafi verið haldin í landinu þar sem aukins öryggis kvenna í landinu er krafist.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / Ţrír Indverjar dćmdir til dauđa vegna hópnauđgunar og morđs
Fara efst