Ţrír Indverjar dćmdir til dauđa vegna hópnauđgunar og morđs

 
Erlent
18:47 30. JANÚAR 2016
Einn sakborninga í málinu leiddur fyrir rétt.
Einn sakborninga í málinu leiddur fyrir rétt. VÍSIR/AFP

Dómstóll í Indlandi dæmdi í dag þrjá karlmenn til dauða vegna hópnauðgunar og morðs á ungri konu í Vestur-Bengal ríki árið 2013.

Þrír menn til viðbótar voru dæmdir í lífstíðarfangelsi vegna málsins.

Dómstóllinn, sem er í borginni Kalkútta, tilkynnti um refsingu yfir mönnunum í dag, en mennirnir voru fundnir sekir á fimmtudaginn.

Nauðgunin og morðið á konunni, sem var 21 árs gömul og á leið heim úr prófi í bænum Kamduni þegar ráðist á hana, hefur vakið hörð viðbrögð í Indlandi. Lík konunnar fannst alblóðugt á nálægum akri í Kamduni.

Í frétt SVT segir að fjölmenn mótmæli hafi verið haldin í landinu þar sem aukins öryggis kvenna í landinu er krafist.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / Ţrír Indverjar dćmdir til dauđa vegna hópnauđgunar og morđs
Fara efst